Eva Yngvadóttir, foreldri og stjórnarkona í Málefli mun segja frá ferðalagi sínu og dóttur í gegnum skólakerfið og lífið, en dóttir hennar er með málþroskaröskun DLD.
Hvernig geta foreldrar hjálpað barni sínu með DLD að byggja upp sjálfstraust og komast á þann stað í lífinu sem þau stefna á? Öll mannleg samskipti eru erfið hjá barni/einstaklingi með DLD, þar sem skilningur á orðum er takmarkaður. Í 10-14 ár er barnið í skólaumhverfi sem leggur ofuráherslu á helsta veikleika þess sem er bóklegt nám. Eva mun segja ykkur frá þeim aðferðum sem hún notaði til að aðstoða dóttur sína við námið og byggja upp sjálfstraust hennar.
Dóttir Evu er í dag á góðum stað í lífinu en þangað hefur hún komist með mikilli vinnu, ómældri aðstoð og ótrúlegri seiglu.
Fyrirlesturinn fer fram þriðjudaginn 23. janúar kl. 20
Tengill á fyrirlesturinn er : https://us06web.zoom.us/j/81763834530?pwd=WJYllRxpwLuIEwrWPTBxYfRVrMS3mr.1