Hvað er Málefli?

Málefli eru hagsmunasamtök í þágu barna og unglinga með tal- og málþroskaröskun. Félagið var stofnað 16. september 2009.

Markmið félagsins er að:

 

  • vekja athygli á málefnum barna og unglinga með tal- og málþroskaröskun.
  • veita fræðslu til foreldra og fagfólks sem standa þessum hópi nærri.
  • vinna að auknum réttindum þessa hóps.
  • styðja við og hvetja til rannsókna á sviði tal- og málþroskaröskunar.
  • vera vettvangur þar sem foreldrar barna geta hist og borið saman bækur sínar, rætt saman og fengið stuðning hvert af öðru.

 

Málefli og Öryrkjabandalag Íslands

Málefli er eitt af aðildarfélögum Öryrkjabandalags Íslands. Innan þess hafa samtökin mikilvægan bakhjarl.

Bandalagið hefur áratuga reynslu af baráttu fyrir réttindum og þjónustu þeirra sem á þurfa að halda.

Fræðsla

Málefli býður reglulega upp á fræðslu fyrir foreldra og fagfólk.

Samverustundir

Málefli stendur fyrir ýmiskonar samverustundum á formi spilastunda, kaffihúsahittinga eða leikhúsferða, þar sem möguleiki er fyrir börn, unglinga og foreldra til að hittast, ræða saman og fá jafningjastuðning.