Hvað er málþroskaröskun DLD?

Fimm atriði sem þú þarft að vita um málþroskaröskun DLD (e. Developmental Language Disorder)

  1. Málþroskaröskun DLD er dulin skerðing. Fólk með þessa röskun gerir fleiri villur í máli, notar einfaldari setningar eða á jafnvel erfitt með að skipuleggja samræður. Þessir erfiðleikar eru ekki alltaf augljósir þeim sem ekki hafa sérhæft sig á þessu sviði.
  2. Málþroskaröskun DLD kemur snemma fram hjá börnum og viðhelst fram á fullorðinsár.
  3. Málþroskaröskun DLD kemur fram hjá fólki um allan heim, óháð því hvaða tungumál það talar.
  4. Málþroskaröskun DLD er algeng. Fram hefur komið í rannsóknum að eitt af hverjum 14 börnum glími við
    einkenni DLD
  5. Málþroskaröskun DLD þarfnast athygli. Hún getur haft áhrif á félagslega og tilfinningalega velferð
    einstaklingsins og hvernig honum vegnar í lífinu, jafnt í skóla sem vinnu.

 

Viltu vita meira um DLD?