Rafrænn foreldrafundur

Málefli hélt fund á netinu þar sem foreldrum og aðstandendum barna með tal- og/eða málþroskaröskun DLD gafst tækifæri til þess að ræða saman um sína reynslu. Þetta var frumraun í því að reyna að halda jafningafund á netinu en það tókst vel til. Tæplega 60 skráðu sig en rúmlega 40 tóku þátt. 

Mikill áhugi var fyrir fundinum en stjórn Máleflis þakkar foreldrum fyrir áhugaverðar umræður og þátttöku. 

Sýnileiki er okkar sterkasta vopn í vitundarvakningu.