Ný heimasíða og logo Máleflis

Málefli birtir nýja heimasíðu félagsins og nýtt logo.

Logoið vísar til bókar og mynda línur bókarinnar stafina ME sem vísa til Máleflis. Litur félagsins er fjólublár sem er tilvísun í einkennislit alþjóðlegu RADLD samtakanna  sem standa að vitundarvakningu um málþroskaröskun DLD meðal almennings.

Síðan mun þróast áfram með tíð og tíma.

Það er von okkar að upplýsingar á heimasíðunni nýtist foreldrum og fagfólki sem standa næst einstaklingum með tal- og málþroskaröskun en mikil þörf er fyrir vitundarvakningu um málþroskaröskun DLD meðal almennings.