Meðbyr með málefnum barna með málþroskaröskun

Linda Björk Markúsardóttir
Linda Björk Markúsardóttir

Linda Björk Markúsardóttir hélt fyrirlestur í tilefni alþjóðlegs dags vitundarvakningar á málþroskaröskun DLD. Fjölmargir hafa sýnt félaginu áhuga en sýnileiki er okkar sterkasta vopn í vitundarvakningu. Háskóli Íslands, Menningarhúsið Hof og Leikfélag Akureyrar lýstu upp sínar byggingar fjólubláar þann 20. október. 

Ösp, formaður Máleflis og talmeinafræðingur, fór ásamt Áslaugu Hreiðarsdóttur, kennara og foreldri barns með málþroskaröskun DLD í Bítið til þess að vekja athygli á röskuninni. Hér er hlekkur á viðtalið fyrir áhugasama.

Stjórn Máleflis var boðið að koma í Læknagarð og hlusta á verkefni sem nemar í talmeinafræðum gerðu í tengslum við áfanga á masters stigi við Háskóla Íslands. Metnaðarfull verkefni en framtíðin er svo sannarlega björt. 

Félag talmeinafræðinga á Íslandi hafa stutt við Málefli við að dreifa og útbúa plaköt.

Það er svo sannarlega meðbyr með málstaðnum og greinilega margir sem eru að kynna sér málið. Við viljum gera enn betur en það er margt á döfinni. Við hvetjum félaga til þess að fylgjast vel með næstu viðburðum.

 

Glærur fyrirlestrarins eru komnar á https://www.malefli.is/is/fraedsla/fyrirlestrar

Mikill áhugi er á málefnum eldri barna og unglinga með málþroskaröskun DLD innan skólakerfisins.

Áhugasamir geta haft samband í gegnum netfangið lindamarkusar@gmail.com