Leikhús, Emil í Kattholti

UPPFÆRT: Kærar þakkir fyrir þátttökuna kæru vinir! Miðarnir eru nú uppseldir.
Í tilefni af alþjóðlegum degi málþroskaröskunar DLD í október efnir Málefli til leikhúsferðar.
Allir félagsmenn sem greitt hafa árgjald fyrir árið 2022 geta óskað eftir allt að 5 miðum á sýninguna Emil í Kattholti með því að skrá sig í athugasemd hér fyrir neðan. Mikilvægt er að tilgreina miðafjölda.
100 miðar eru í boði og haft verður samband við félaga Máleflis sem skrá sig fyrstir í athugasemdum og fá þeir miða fyrir fjölskylduna á þessa skemmtilegu sýningu.
Leikritið verður sýnt þann 15. október kl. 13:00 í Borgarleikhúsinu.
Ef þú ert ekki nú þegar félagi í Málefli hvetjum við þig til að gerast félagi inni á malefli.is og greiða 2.500 kr. inn á reikning félagsins (reikningsnúmer: 0325-26-006409, kennitala: 640909-0990).
Málefli mun afhenda miða í anddyri Borgarleikhússins á milli kl. 12:05 og 12:30 á sýningardegi.