Rannveig Rós Ólafsdóttir, talmeinafræðingur, mun fjalla um hvað hljóðkerfisvitund er, undirþætti hennar og hvenær börn ná tökum á hverjum undirþætti fyrir sig. Einnig verður fjallað um tengsl hljóðkerfisvitundar við farsælt lestrarnám og hvaða aðferðum er hægt að beita til þess að styðja við og þjálfa upp betri færni í hljóðkerfisvitund hjá börnum.
Rannveig starfar í dag á Austurmiðstöð í Reykjavík, þar sem hún þjónustar leik- og grunnskóla í austurhluta borgarinnar. Starfið er fjölbreytt þar sem hún sinnir greiningu á málþroska- og framburðarvanda barna ásamt ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla. Einnig sinni sinnir hún fræðslu um málþroska og málþroskafrávik.
Hér er tengill á fyrirlesturinn:
Hægt er að nálgast fyrirlesturinn undir flipanum Fræðsla-Fyrirlestar