Gleðilegt nýtt ár, kæru félagsmenn!
Stjórn Máleflis þakkar fyrir gott samstarf á árinu sem leið.
Árið 2025 var viðburðaríkt og vann félagið að fjölbreyttum verkefnum með það að markmiði að miðla fræðslu og efla umræðu á aðgengilegan og faglegan hátt.
Á síðasta ári stóð Málefli meðal annars fyrir eftirfarandi verkefnum:
Við erum stolt af því sem okkur hefur tekist að gera saman og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á nýju ári. Framundan eru góðir fyrirlestrar fyrir félagsmenn og efni sem ætlað er að styðja börn og ungmenni með tal- og málþroskaröskun. Jafnframt stendur yfir vinna við endurbætur á heimasíðu félagsins, þar sem áhersla er lögð á að bæta aðgengi að upplýsingum fyrir aðstandendur og fagfólk.
Að lokum viljum við vekja athygli á því að nú hefur verið opnað fyrir styrkumsóknir og er umsóknarfrestur til 30. apríl 2026. Frekari upplýsingar um umsóknarferlið má finna á heimasíðu félagsins undir Styrkir.
Nýárskveðja,
Stjórn Máleflis