Ármann og Heiða Björk hlupu til styrktar Máleflis

Í ár hlupu tveir fyrir Málefli. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir aðstoðina og að vekja athygli á Málefli síðustu helgi.

Ármann Einarsson hljóp hálfmaraþon í ár en hann hljóp einnig í fyrra. Ármann vill vekja athygli á málefnum barna og unglinga með tal og/eða málþroskaröskun DLD.
Ármann hefur lagt sitt af mörkum við að auka sýnileika félagsins sem styður við foreldra, kennara og aðra aðila sem tengjast þessum hópi barna. 

Heiða Björk Guðjónsdóttir hljóp 10 km fyrir son sinn. Heiða Björk vill vekja athygli á málstaðnum og þeim áskorunum sem fylgja því að eiga barn með greiningu á málþroskaröskun DLD.