Alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um CAS

Í dag er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um mállegt verkstol barna (e. Childhood Apraxia of Speech eða CAS). Mállegt verkstol barna er sjaldgæfur taugasjúkdómur lýsir sér í slakri samhæfingu talfæra í tjáningu og framburðarvanda.

 

Mikill breytileiki getur verið milli barna sem eru með mállegt verkstol en það lýsir sér helst í ónákvæmum hreyfingum talfæra. Barn með mállegt verkstol veit því jafnvel hverju það ætlar að miðla en málhljóðin verða ónákvæm sem minnkar skiljanleika tals.

 

Mállegt verkstol eldist ekki af börnum og kemur þetta því til með að fylgja einstaklingnum út lífið. Mikilvægt er að börn með mállegt verkstol fái viðeigandi aðstoð því mál og tal helst í hendur.


Á heimasíðu ASHA (American Speech-Language-Hearing Association) má nálgast frekari upplýsingar um mállegt verkstol barna: Childhood Apraxia of Speech