Stjórn Máleflis 2021-2022

 

Aðalfundur Máleflis var haldinn í netheimum  20.apríl. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf ásamt því að Sigrún Jóhannsdóttir hjá Tölvumiðstöð fatlaðra kynnti fyrir fundarmönnum starfsemi Tölvumiðstöðvarinnar með tilliti til þarf barna með málþroskaröskun. 

 

Ný stjórn var kjörin á fundinum. Elín Sigríður Ármannsdóttir og Heiða Sigurjónsdóttir, gáfu ekki kost á sér til frekari stjórnarstarfa og þakkar Málefli þeim fyrir sín störf í þágu félagsins. Aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram auk þess sem tveir nýir aðilar bættust í hópinn, þær Jensína Kjerúlf Kristinsdóttir, talmeinafræðingur og Inga M. Harðardóttir, sérkennari.

Stjórn Máleflis 2021 - 2022

Eva Yngvadóttirr, formaður

Áslaug Hreiðarsdóttir, gjaldkeri

Jensína Kjerúlf Kristinsdóttir, ritari

Rikke Pedersen

Jakobína Birna Zoega

Þóra Sæunn Úlfsdóttir

Hlín Magnúsdóttir Njarðvík

Inga M. Harðardóttir