Styrkir

Styrkir vegna námskeiða og útgáfu efnis

​Málefli veitir einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum styrki til fjölbreyttra verkefna og námskeiðshalda.

 

Aðilar sem telja sig búa yfir þekkingu sem samræmast markmiðum Máleflis og eru að gefa út efni eða hafa áhuga að halda námskeið sem nýtist börnum og foreldrum barna með málþroskaröskun eru hvattir til að sækja um styrk til Máleflis.

Þegar sótt er um styrk þarf neðangreint að koma fram:

Upplýsingar um umsækjanda, nafn, staða og menntun.

 

  • Heiti verkefnis.
  • Nákvæm lýsing á verkefninu eða námskeiðinu.
  • Kostnaðaráætlun, sundurliðun verk- og kostnaðarþátta.
  • Tímasetning, hvenær námskeiðið verður haldið eða efnið gefið út.

 

Hvort sem um er að ræða námskeið eða styrk vegna útgáfu hvers konar efnis, þarf merki Máleflis að koma fram á námskeiðsgögnum, auglýsingum eða útgefnu efni.

Styrkir eru greiddir til umsækjenda þegar stuttri greinargerð um verkefnið eða námskeiðið hefur verið skilað til Máleflis á netfangið malefli@malefli.is ásamt myndum. Óskað er eftir því að sá texti, ásamt myndum, verði hæfur til birtingar á heimasíðu Máleflis og samfélagsmiðlum.

Styrkumsókn er tekin fyrir á stjórnarfundi Máleflis. Stjórn Máleflis áskilur sér rétt til að kalla eftir frekari upplýsingum telji hún fyrirliggjandi upplýsingar ekki nægjanlegar.

Skilyrði fyrir styrkveitingu er að umsækjandi sé félagsmaður Máleflis og hafi greitt félagsgjöld viðkomandi árs.

Styrkumsóknir sendist á netfangið malefli@malefli.is með ofangreindum upplýsingum.

Styrkir til foreldra vegna greiðsluþátttöku Máleflis á námskeiðum

Foreldrar barna með málþroskaröskun geta sótt um styrk til greiðslu námskeiðsgjalds fyrir eitt námskeið á ári sem það telur geta nýst barninu. Styrkur fyrir hvert námskeið getur numið allt að 50.000 en þó aldrei hærri en sem nemur helmingi námskeiðsgjalds. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að annað foreldrið sé félagsmaður Máleflis og hafi greitt félagsgjöld viðkomandi árs. Málefli styrkir að hámarki námskeið fyrir 10 börn á ári.

Foreldrar senda styrkumsókn á netfangið malefli@malefli.is þar sem þeir greina frá:

Heiti námskeiðs og námskeiðshaldari.

  • Hvenær og hvar námskeiðið er haldið.
  • Verð námskeiðs.
  • Námskeiðslýsing.
  • Staðfesting á greiningu á málþroskaröskunar frá skóla.

Stutt lýsing hvernig foreldri telur námskeiðið muni nýtast barninu og annað sem foreldri telur að gott sé að komi fram.

Málefli mun taka styrksumsóknina fyrir á stjórnarfundi.