
Stjórn Máleflis
Málefli býður í leikhús í tilefni af 10 ára afmæli félagsins
Í tilefni af 10 ára afmæli Máleflis býður félagið félagsmönnum og börnum þeirra á leiksýninguna Matthildi í Borgarleikhúsinu þann 15. september klukkan 13:00.
Allir félagsmenn sem hafa greitt 1.500 kr. árgjald fyrir árið 2019 geta farið inná heimasíðu félagsins og sótt um allt að 5 miða. Klikkið á Gerast félagi.
Ef þú ert ekki félagsmaður í Málefli hvetjum við þig að skrá þig í félagið og greiða 1.500 kr. inn á reikning félagsins (reikningsnúmer: 0325-26-006409, kennitala: 640909-0990). Tveimur dögum síðar getur þú sótt um miða á heimasíðunni.
Afhending miðanna Málefli mun afhenda miða fyrir hverja fjölskyldu í anddyri Borgarleikhússins á milli 12:05 og 12:30 á sýningardegi.
Skráning í félagið https://fmpro.is/fmi/webd/Malefli