• Stjórn Máleflis

Fyrirlesturinn: Færri komust að en vildu

Fyrsti rafræni fyrirlestur Máleflis var haldinn fimmtudagskvöldið 11. febrúar 2021. Álfhildur Þorsteinsdóttir hélt erindi um málþroska, einkenni málþroskaröskunar og hugsanlegar afleiðingar.


100 manns hlýddu á fyrirlesturinn mest allan tímann en því miður komust ekki allir að sem óskuðu þess og þykir stjórn Máleflis það miður. Til upplýsinga verður fyrirlestur Álfhildar endurtekinn á allra næstu vikum.


Að loknum fyrirlestri gafst áheyrendum kost á að skrifa spurningar á spjallið sem Álfhildur svaraði ásamt stjórnarmönnum.


Málefli þakkar öllum áheyrendum sem komu á fyrirlesturinn með von um að sjá enn fleiri fimmtudagskvöldið 25. febrúar. Tilkynnt verður um þann fyrirlestur hér á heimasíðu Máleflis og á Málefli á Facebook.