• Stjórn Máleflis

Fyrirlestur: Einkenni málþroskaröskunar og hugsanlegar afleiðingar.


Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 verður fyrsti rafræni fyrirlestur Máleflis haldinn kl: 20:30.

Álfhildur Þorsteinsdóttir talmeinafræðingur mun fjalla um málþroska, einkenni málþroskaröskunar og hugsanlegar afleiðingar.


Gert er ráð fyrir að fyrirlesturinn taki um 15-20 mínútur og eftir það er gert ráð fyrir samræðum og spurningum frá áheyrendum. Álfhildur verður tengd til um kl. 21:30 til að svara spurningum og spjalla við áheyrendur.


Tengill á viðburðinn verður birtur hér á heimasíðu félagsins og einnig í auglýstum viðburði á Facebook síðu Máleflis.