- malefli
Fyrirlestur: Úrræði fyrir börn í leik- og grunnskóla
Annar fyrirlesturinn í fyrirlestraröð Máleflis fjallar um úrræði fyrir eldri börn í leikskóla og yngri börn í grunnskóla með málþroskaröskun.
Hildigunnur Kristinsdóttir talmeinafræðingur heldur fyrirlesturinn.
Gert er ráð fyrir að fyrirlesturinn taki um 15-20 mínútur og eftir það er gert ráð fyrir samræðum og spurningum.
Hildigunnur verður tengd netfundinum til um kl. 21:30 til að svara spurningum og spjalla við áheyrendur.
Tengill á viðburðinn verður settur hér inn á heimasíðu félagsins og á Facebook síðuna Máleflis skömmu áður en viðburðurinn hefst þann 25. febrúar.
