• Stjórn Máleflis

Alþjóðadagur málþroskaröskunar – Málþing


Föstudagurinn 18. október er alþjóðadagur málþroskaröskunar og þann dag heldur Málefli málþing í Öskju, húsnæði Háskóla Íslands. Upphafsinnlegg verður í höndum forseta Íslands, herra Guðna Th. Jóhannessonar og Lilju Daggar Alfreðsdóttur menntamálaráðherra.


Einnig segja foreldrar reynslu sína af því að eiga barn með málþroskaröskun.Meginþungi umfjöllunar þessa málþings snýr að foreldrum og kennurum en gestir málþingsins munu skipta sér í tvö rými að loknum upphafsinnleggjum.


Álfhildur Þorsteinsdóttir, talmeinafræðingur, fjallar um málþroska, einkenni málþroskaröskunar og mögulegar afleiðingar.

Hildigunnur Kristinsdóttir, talmeinafræðingur, fjallar um úrræði og hugmyndir fyrir foreldra yngri grunnskólabarna og eldri leikskólabarna.

Linda Björk Markúsardóttir, talmeinafræðingur, fjallar um úrræði og hugmyndir fyrir foreldra eldri grunnskólabarna og unglinga.


Þóra Sæunn Úlfsdóttir sér um umfjöllun fyrir kennara og annað fagfólk í skólum. Hún mun fjalla um einkenni málþroskaröskunar og mögulegar birtingarmyndir í skólanum, hvernig Í bera má kennsl á þennan hóp og úrræði sem hægt er að nýta með þessum hópi.

Boðið verður upp á léttar veitingar um miðbik málþings en einnig í lokin. Að málþinginu loknu hvetjum við gesti til að staldra við, fá sér hressingu og gefa sér góðan tíma að bera saman bækur og spjalla við aðra gesti.

Málþingið er öllum opið og ókeypis.


Skráning fer fram á https://fmpro.is/fmi/webd/Malefli


Ekki þarf að gerast félagi þegar fólk skráir sig á þingið en skrá þarf netfang til að fá staðfestingarpóst.


Hlökkum til að sjá sem flesta Stjórn Máleflis