• Stjórn Máleflis

Aðalfundur Máleflis 2020

Aðalfundur Máleflis var haldinn þann 8. september 2020 á Hótel Nordica í Reykjavík. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf ásamt því að Hlín Magnúsdóttir Njarðvík frá Fjölbreyttum kennsluaðferðum fyrir fjöruga krakka kynnti störf sín og kom með sýnishorn af kennsluefni sínu.


Ný stjórn var kjörin á fundinum. Allir fyrrum stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram og þar að auki bættust þrír nýir meðlimir í stjórn Máleflis. Þær eru; Þóra Sæunn Úlfsdóttir talmeinafræðingur og stofnandi Máleflis, Eva Yngvadóttir sem foreldri og Hlín Magnúsdóttir Njarðvík sem fagmaður. Stjórn Máleflis 2020 - 2021

Elín Sigríður Ármannsdóttir, formaður

Áslaug Hreiðarsdóttir, gjaldkeri

Heiða Sigurjónsdóttir, ritari

Rikke Pedersen

Jakobína Birna Zoega

Þóra Sæunn Úlfsdóttir

Eva Yngadóttir

Hlín Magnúsdóttir Njarðvík Á myndinni eru, frá vinstri: Rikke Pedersen, Þóra Sæunn Úlfsdóttir (snýr aftur í stjórn nú en er ein af stofnendum félagsins), Jakobína Birna Zoega, Eva Yngvadóttir (ný í stjórn), Áslaug Hreiðarsdóttir – gjaldkeri, Elín Sigríður Ármannsdóttir – formaður, Heiða Sigurjónsdóttir – ritari, Hlín Magnúsdóttir Njarðvík (ný í stjórn).