
Stjórn Máleflis
Aðalfundur Máleflis 20. apríl kl: 20:30 á Zoom
Aðalfundur Máleflis verður haldinn þriðjudaginn 20. apríl 2021, kl: 20:30 á Zoom (https://zoom.us/j/91811949985).
Dagskrá fundarins:
1) Kosning fundarstjóra
2) Kosning fundarritara
3) Skýrsla stjórnar, flutt af formanni
4) Gjaldkeri leggur fram skriflega endurskoðaða reikninga félagsins
5) Kosning stjórnar, sbr. 4. grein
6) Kosinn skoðunarmaður/menn reikninga
7) Árgjald ákveðið. Foreldrar greiði eitt árgjald
8) Lagabreytingar
9) Önnur mál
Gert er ráð fyrir að aðalfundarstörf taki um 20 mínútur.
Eftir aðalfundarstörf mun Sigrún Jóhannsdóttir hjá Tölvumiðstöð fatlaðra kynna fyrir fundarmönnum starfsemi Tölvumiðstöðvarinnar með tilliti til þarf barna með málþroskaröskun.
Nokkrir stjórnarmenn munu ganga úr stjórn og gott væri að fá nýtt fólk inn í stjórnina.
Gott væri að hafa í stjórn fólk sem brennur fyrir málefnum barna sinna og búa yfir sérþekkingu á málum sem koma að góðu gagni í stjórnarstörfum
. . . og ekki er verra ef fólk býr yfir þekkingu á notkun samfélagsmiðla, heimasíðu og faglegrar þekkingar á fjölbreyttum sviðum.
Vonumst til að sjá sem flesta!
Stjórnin
