Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka: Vettvangur fyrir foreldra, kennara og aðra sem vinna með börnum að nálgast fjölbreytt námsefni.

 

 

MiMi verkefnið samanstendur af fjórum barnabókum um MiMi sem eru ætlaðar sem málörvunargagn þar sem stuðst er við tákn með tali. Bækurnar eru fyrir börn frá 8 mánaða til 4 ára aldurs, aðstandendur og aðra áhugasama til að læra tákn með tali á einfaldan og skemmtilegan hátt. Bækurnar eru t.d. til sölu sem rafbækur á www.emma.is.

 

 

Myndmál er myndrænt orðasafn á netinu til að efla málþroska barna með áherslu á orðaforða. Myndmál er í einfaldri útgáfu með myndum, texta og hljóði sem skiptist upp í marga flokka og undirflokka. Yfir 1.300 myndir og alltaf að bætast við því Myndmál er í stöðugri þróun.

Orðagull er vandað málörvunarforrit í spjaldtölvur og snjallsíma og hentar fyrir alla þá sem vilja styrkja og bæta grunn sinn í íslensku. Appið er ókeypis sem hægt er að nálgast í snjallsímum. 

 

 

Paxel123.com er námsleikjavefur fyrir börn frá ca. 4-8 ára, aðallega með stærðfræði og móðurmálsleiki. Vefurinn hlaut fyrstu verðlaun í febrúar 2014 í Evrópusamkeppni um besta barnaefnið á internetinu fyrir börn í Evrópu.