Tal- og málþroskaröskun er það kallað þegar barn lærir ekki mál á sama hraða og jafnaldrar. Talað er um málþroskafrávik þegar börn mælast með mælitölu undir 85 á mállegri og verklegri getu á þroskaprófum. Þegar mikill munur er á verklegri og mállegri getu á greindarprófi er talað um sértæka málþroskaröskun (e. Primary language impairment eða Specific language impairment).
Aðaleinkenni barna með málþroskafrávik og sértæka málþroskaröskun:
-
Byrja seint að tala
-
Eru lengi að læra ný orð
-
Eins orða stigið dregst á langinn.
-
Oftar erfiðleikar við tjáningu en skilning. Frávik í skilningi = verri horfur.
-
Orðaforði betri en málfræði.
-
Orðminniserfiðleikar: finna ekki orð, segja eitt orð í staðinn fyrir annað, tala í kringum hlutina.
-
Eiga erfiðara með að læra sagnorð
-
Málfræði og setningafræði geta verið erfið.
-
Eiga erfitt með að nota málið á félagslega viðeigandi hátt og geta átt erfitt með að lesa í aðstæður.
-
Eiga erfiðara með að skilja og nota óyrt skilaboð.
-
Þau læra málið á sama hátt – eru lengur að því.