ALMENN MÁLÖRVUN BARNA

Tölum (og tölum…) við barnið.

Öflug málörvun er alltaf af hinu góða. Það þarf að gefa sér tíma til að spjalla við barnið hvort sem um er að ræða í leik eða daglegum störfum hversdagsins. En barnið verður líka að hafa svigrúm til að nema það sem við segjum og við þurfum að gefa því tíma til að svara.

Sjá meira á heimasíðu Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands: http://hti.is/index.php/is/tal/almenn-malvorn-barna

 

Málþroski barna

Fyrstu mánuðirnir og árin skipta sköpum í máltöku barna. Þau nema hljóð og orð úr umhverfinu og læra smám saman að greina á milli þeirra. Þess vegna er mikilvægt að þau heyri sem mest af móðurmálinu, jafnvel þótt ekki sé verið að tala beint til þeirra.

Sjá meira á heimasíðu Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands: http://hti.is/index.php/is/tal/malthroski-barna

 

Þróun máls og tals

Hlustun og skilningur barna frá 0 til 6 ára aldurs og tal barna frá 0 til 6 ára aldurs.

Sjá heimasíðu Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands: http://hti.is/index.php/is/tal/throun-mals-tals-barna

 

Frávik í máli og tali

Börn með frávik í máli geta átt erfitt með að…

 

  • hlusta á aðra og halda athygli

  • tengjast fólki

Sjá meira á heimasíðu Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands: http://hti.is/index.php/is/tal/fravik-i-mali-og-tali

 

Hverjir greina málþroska barna?

Öll börn sem fara í 2 ½ árs og fjögurra ára skoðun heilsugæslunnar fara í gegnum málþroskaskimun sem ætlað er að fanga börn með slakan málþroska. Heilsugæslan vísar þeim börnum sem ekki standast skimunina við 2 ½ árs aldurinn til Heyrnar- og talmeinastöðvar til frekari greiningar á málþroska og í heyrnarmælingu. Börnum sem standast ekki málþroskaskimun við fjögurra ára aldur er hægt að vísa til Heyrnar- og talmeinastöð eða til sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga.

 

Sjá meira á heimasíðu Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands: http://hti.is/index.php/is/tal/hverjir-greina-fravik

 

Helstu mál- og talmein

1. Málþroskaröskun

2. Framburðarröskun
3. Stam
4. Raddveilur
5. Málröskun vegna heyrnarskerðingar
6. Slök hljóðkerfisvitund
7. Erfiðleikar með tal vegna skarðs í gómi/vör
8. Erfiðleikar með tal og kyngingu vegna tunguþrýstings
9. Málstol (og verkstol)
10. Þvoglumæli fullorðinna (í kjölfar heilablóðfalls eða sjúkdóma)
11. Máltruflanir vegna taugasjúkdóma (Parkinsonssveiki, MS, MG, MND o.s.frv.) eða slysa (höfuðskaði)
12. Kyngingartregða
13. Málröskun vegna skertra boðskipta (t.d. einhverfir)

 

Tekið af heimasíðu Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands með góðfúslegu leyfi stofnunarinnar.