stjorn_mefl2019.jpg

Reynslusaga móður sem á dreng með sértæka málþroskaröskun

Ég varð móðir í annað sinn 31 árs. Meðgangan gekk vel og það er varla hægt að tala um fæðinguna því hún gekk eins og í ýktri lygasögu. Drengurinn var vær og óx og dafnaði. Hann var reyndar framan af ævi ansi oft með kvef en að sögn lækna og hjúkrunarkvenna í ungbarnaeftirlitinu var ekkert við því að gera.

botabl1.jpg

Reynslusaga af sérdeild og almennum bekk

Mig langar að deila með ykkur reynslu sonar minns á því að vera í sérdeild og í almennum bekk.

Óskar Freyr er 15 ára drengur sem er greindur með alvarlega málþroskaröskun. Skólaganga hans hófst mjög brösulega þar sem kennarar hans viðurkenndu ekki vandann. Í dag gengur allt mjög vel og skólinn stendur sig afbragðs vel í að koma á móts við hans námsvanda sem fylgir hans röskun.