Áhugaverðir tenglar

www.radld.org

www.dldandme.org

FÉLÖG

Afasic er breskt félag sem styður foreldra og er fulltrúi fyrir börn og ungmenn með tal- og málþroskaraskanir.

Sjónarhóll er ráðgjafamiðstöð fyrir  foreldra barna með sérþarfir á Íslandi. Sjá betur heimasíðu Sjónarhóls.

TMF Tölvumiðstöð er sjálfstæð stofnun þar sem boðið er upp á ráðgjöf, fræðslu og námskeið á sviði upplýsingatækni.  Þar er meðal annars að finna upplýsingar um góð ráð, síður og smáforrit fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.  Einnig er að finna þar tengla inn á óhefðbudnar tjáskiptaleiðir.

 

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) – Málefli er aðili að Örykjabandalagi Íslands og á aðal- og varafulltrúa í stjórn þess.

Hlutverk ÖBÍ er samkvæmt heimasíðu þeirra:

  • að vinna að samfélagslegu réttlæti og bættum lífsgæðum og kjörum óháð líkamlegu eða andlegu atgervi einstaklinga,

  • að vera stefnumótandi í réttindamálum fatlaðra, málsvari og frumkvöðull í málefnum þeirra,

  • að vera þekkingarmiðstöð um málefni fatlaðra og ráðgjafi og stoð aðildarfélaganna.

Sjá nánar stefnu ÖBÍ og áherslur.

STOFNANIR

 

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins: Hlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands – Börnum sem standast ekki málþroskaskimun við 2 1/2 árs og fjögurra ára skoðun heilsugæslunnar er þeim vísað áfram til Heyrnar- og talmeinastöðvar til frekari greiningar.

Miðja máls og læsis er þekkingarteymi á vegum Reykjavíkurborgar sem fer á vettvang og veitir kennurum og starfsfólki í skóla- og frístundastarfi stuðning, ráðgjöf og fræðslu varðandi mál og læsi.

 

Sjúkratryggingar Íslands – Hér eru ýmsar upplýsingar um samninga sem gerðir hafa verið um heilbrigðisþjónustu eins og við talmeinafræðinga, sjúkraþjálfara, sálfræðinga og barnageðlækna.

 

Talmeinafræðingar

 

Tryggingastofnun Íslands – Ef að barn þarf á mikilli ummönnun að halda þá eiga foreldra rétt á umönnunargreiðslum.  Það kemur fram í 4. grein laga um félagslega aðstoð nr. 99/2007 og reglugerð 504/1997 hverjir fá aðstoð, hvernig hún er metin og hve mikla aðstoð foreldrar eiga að fá.

 

Þroska- og hegðunarstöð – Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) veitir þjónustu vegna barna sem glíma við frávik eða aðra erfiðleika í þroska, hegðun eða líðan. Sinnt er greiningu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu vegna slíkra frávika hjá börnum allt að 12 ára aldri.