stjorn_mefl2019.jpg

Málþroski er undirstaða náms

Málþroski er undirstaða náms

Margar rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna fylgni málþroska við námsárangur,“ segir Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur og annar höfunda að nýju málörvunarkerfi, „Tölum saman“, ætlað börnum með málþroskafrávik og tvítyngdum börnum. Höfundarnir þær Ásthildur og Bjartey Sigurðardóttir.

mic10.jpg

Örvun hljóðkerfisvitunar

Með hljóðkerfisvitund er átt við þann hæfileika að geta hugsað og talað um hljóðkerfi málsins. Hljóðkerfið telst vera hluti af málþroskanum og má því segja að hljóðkerfisvitund sé sá hluti málþroskans sem hefur með lesturinn að gera. Þegar við höfum áttað okkur á að málið er sett saman af hljóðum og þegar við getum talað um þessar smáu einingar málsins þá fyrst erum við tilbúin að læra að lesa.

schol22.jpg

Sértæk málþroskaröskun

Málefli, hagsmunasamtök í þágu barna og unglinga með tal- og málþroskafrávik var stofnað 16.september 2009. Á hverju hausti byrja um 4000 sex ára börn í grunnskólum landsins. Á sama tíma hefja um 300 börn skólagöngu með erfiðleika við að nota mál og tal, ef hægt er að nota erlendar viðmiðunartölur (Tomblin, Smith, & Zhang, 1997).  

read10.jpg

Málþroski og læsi

Hrafnhildur Ragnarsdóttir fæddist í Reykjavík 1948. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968. Árið 1973 útskrifaðist hún með Licence-des-lettres frá Háskólanum í Aix en Provence. Árið 1974 með Matrice de psychologie, og doktorsgráðu frá sömu stofnun 1990. Hrafnhildur hefur starfað við Kennaraháskóla Íslands frá 1976, sem lektor, dósent og loks frá 1990 sem prófessor.

kidmic.jpg

Mál og sértæk málþroskaröskun

Tjáskipti eru svo sjálfsagður hlutur hins daglega lífs að við hugsum vart um þau. Félagsleg samskipti við fjölskylduna, vini og vinnufélaga eru svo áreynslulaus að það er erfitt að ímynda sér erfiðleika gagnvart þeim.