í Aðalnámskrá framhaldsskóla segir :

 14.2 Réttur nemenda til náms

Þeir sem lokið hafa grunnskólanámi, hafa hlotið jafngilda undirstöðumenntun eða
hafa náð 16 ára aldri eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla. Þessir einstaklingar
eiga jafnframt rétt á því að stunda nám til 18 ára aldurs, samanber þó ákvæði 33. gr.
framhaldsskólalaga um skólareglur og meðferð mála.

Við innritun hefur framhaldsskólinn sérstökum skyldum að gegna hvað varðar nemendur
með fötlun, nemendur sem koma beint úr grunnskóla, nemendur sem flytjast milli anna
eða skólaára og aðra þá sem ekki eru orðnir lögráða (18 ára) við innritun.

 14.5 Nemendur með sérþarfir

Nemendur, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra
eða félagslegra örðugleika, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur
með heilsutengdar sérþarfir og nemendur með fötlun, eiga rétt á sérstökum stuðningi í
námi í samræmi við metnar sérþarfir. Nemendur með fötlun skulu stunda nám við hlið
annarra nemenda eftir því sem kostur er.
Mikilvægt er að veita nemendum með sérþarfir kennslu og þann stuðning sem þeir
þurfa á að halda og tök eru á að veita, samanber gildandi reglugerð um nemendur með
sérþarfir. Það er ýmist gert með því að bjóða fram nám á námsbrautum fyrir fatlaða eða
veita þeim sérstakan stuðning á öðrum námsbrautum framhaldsskóla.
Framhaldsskólar geta leitað til grunnskóla um upplýsingar um einstaka nemendur
og er grunnskólum skylt að veita þær með upplýstu samþykki lögráða nemanda eða
forsjárforeldra/forráðamanna, sé nemandi yngri en 18 ára. Þá er skólum heimilt að semja
við sveitarfélög eða aðra aðila um sérfræðiþjónustu vegna einstakra nemenda til að
tryggja sem best samfellu í námi þeirra (sjá viðauka 1).
Tilfærsluáætlun skal fylgja nemendum með fötlun þegar þeir koma úr grunnskóla
samanber reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla (sjá viðauka 1).

Hægt er að lesa Aðalnámkrá framhaldsskólanna í heild sinni hér : http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/adalnamskra-framhaldsskola/