Gerast félagi
Málefli tekur vel á móti öllum þeim sem telja sig eiga erindi inn í félagið. Það getur verið gott að finna stuðning frá öðrum í svipuðum sporum, deila reynslu sinni og læra af reynslu annarra. Ef þú telur þig eiga erindi í félagið þá hvetjum við þig eindregið til að skrá þig.
Hvað er Málefli?
Málefli var stofnað 16. september 2009 og eru markmið félgsins að vekja athygli á nauðsynlegri þjónustu við börn með tal- og málhömlun, fræða aðstandendur þessara barna, vinna að auknum réttindum barna með tal- og málhömlun og hvetja til rannsókna á þessu málefni.
Greiningar & úrræði
Grunur um málþroskafrávik getur vaknað snemma. Bæði getur grunur vaknað hjá foreldrum eða komið fram í skimunum og einnig þegar barn byrjar á leikskóla.