Grunur um málþroskafrávik

Grunur um málþroskafrávik getur vaknað snemma. Flest börn fara í gegnum Brigance þroskaskimun á Heilsugæslustöðvunum við 2;6 og 4;0 ára aldur. Þar eru lögð fyrir þroskapróf sem m.a. meta færni í málþroska. Skv. leiðbeiningum um heilsuvernd barna 0-5 ára, er mælt með að vísa börnum með í frekara mat á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, ef þau ná ekki viðmiðum.

 Áhyggjur af málþroska geta einnig vaknað hjá foreldrum eða starfsfólki leikskóla. Í leikskólum eru  ákveðin skimunartæki til að kveða á um hvort áhyggjur séu raunhæfar. Séu áhyggjur staðfestar með skimunartæki (t.d. EFI-2 eða Orðaskilum) getur starfsfólk í sumum sveitarfélögum vísað á sérfræðiþjónustu síns sveitarfélags, til sjálfstætt starfandi talmeinafræðings og Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og óskað eftir greiningu talmeinafræðings, ásamt ráðgjöf og íhlutun eftir atvikum.

 Hafi foreldrar áhyggjur af málþroska barns síns getur það ráðfært sig við starfsfólk leikskóla, starfsfólk heilsugæslunnar eða sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga og óskað eftir sérfræðiaðstoð enda er um lögbundna þjónustu að ræða.

Greining og hvað svo?

Hvert er hægt að leita?

Talmeinafræðingar meta tal- og málþroska barna.

Talmeinafræðingar starfa hjá sérfræðiþjónustu sveitarfélaga ( t.d. þjónustumiðstöðvar  eða skólaskrifstofur), á stofum sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga og á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.