Fréttir

Aðalfundur

Aðalfundarboð Máleflis.

Aðalfundur Máleflis verður haldinn fimmtudaginn 13. desember 2012 kl. 20 að Bolholti 6, 105 Reykjavík (Talþjálfun Reykjavíkur).

Dagskrá:

a) Kosning fundarstjóra.
b) Kosning fundarritara.
c) Skýrsla stjórnar, flutt af formanni.
d) Gjaldkeri leggur fram skriflega endurskoðaða reikninga félagsins.
e) Skýrsla vinnuhópa
f) Kosning stjórnar.
h) Kosinn skoðunarmaður/menn reikninga.
i) Árgjald ákveðið. Foreldrar greiði eitt árgjald.
í)  Lagabreytingar.
1)       Tillaga að breytingu 5. greinar laga félagsins (sjá viðhengi) 

j)  Önnur mál.

Verið velkomin.  Kaffi á könnunni og léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Dagur Máleflis

Dagur Máleflis

Stjórn Málefnis boðar til umræðufundar þann 26. september milli kl. 19:30 og 21:30 í Norðlingaskóla, Árvaði 3 110 Reykjavík. Fundinum er ætlað að vera vettvangur fyrir foreldra/forráðamenn barna og ungmenna með málþroskafrávik til að koma á framfæri upplifun sinni á þeirri þjónustu sem sveitafélög og ríki veita börnum þeirra. Rekumst við foreldrar á veggi í kerfinu sitt í hvoru lagi? Hvað má bæta í þjónustunni og hvað er vel gert? 

Í skýrslu um stöðu barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun sem unnin var fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið kom í ljós að þegar þjónusta við börn með málþroskafrávik var metin aðtalsvert bar á milli í svörum fulltrúa sveitafélaga annars vegar og foreldra hinsvegar, þar sem fulltrúar sveitafélaga töldu þennan málaflokk í góðum farvegi hjá sér en foreldrar upplifðu þjónustuna ófullnægjandi.

Fyrirliggjandi er þingsályktunartillaga um úrbætur á málefnum barna og ungmenna með málþroskafrávik. Stjórn Máleflis vill með þessum fundi taka saman upplifun foreldra af þjónustu við börnin og nota hana til að þrýsta enn betur á úrbætur á þessu sviði. 

Dagskrá fundarins: 

19:30 – 19:40 Kynning á Málefli 
19:40 – 20:00 Kynning á skýrslu um stöðu barna og ungmenna með tal-og málþroskafrávik
20:00 – 20:20 Léttar veitingar 
20:20 – 20:50 Hópavinna þar sem við berum saman bækur okkar 
20:50 – 21:15 Niðurstöður hópavinnu teknar saman 
21:15 – 21:30 Orðið laust.) 

Við hvetjum fólk til að gefa sér tíma til að mæta á fundinn og með því taka þátt í að stuðla að betri þjónustu við börn og ungmenni sem glíma við frávik í málþroska. 

Stjórn Máleflis.

Ný reynslusaga komin inn

Reynslusaga af sérdeild og almennum bekk.
Ný reynslu saga er komin inn.

Komið þið sæl.

Mig langar að deila með ykkur reynslu sonar minns á því að vera í sérdeild og í almennum bekk.

Óskar Freyr er 15 ára drengur sem er greindur með alvarlega málþroskaröskun. Skólaganga hans hófst mjög brösulega þar sem kennarar hans viðurkenndu ekki vandann. Í dag gengur allt mjög vel og skólinn stendur sig afbragðs vel í að koma á móts við hans námsvanda sem fylgir hans röskun. Hér má lesa alla reynslusöguna.

Aðalfundur

Aðalfundur Máleflis verður haldinn miðvikudaginn 5.október kl 20 – 22 að Borgartúni 30. 

laerum_og_leikum_hljo_in_1104951

Fræðsluerindi

Kynning á Lærum og leikum með hljóðin, hljóðmyndun og undirbúningsfærni fyrir lestur. 
Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur kynnir efnið og notkun þess fyrir foreldra og fagfólk.

Verið velkomin. Kaffi á könnunni og léttar veitingar. 

Hlökkum til að sjá ykkur. 
Stjórnin.

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon verður 20. ágúst og þá geta hlauparar hlaupið í þágu Máleflis- hagsmunasamtaka í þágu barna og unglinga með tal og
málþroskaröskun.

Markmið samtakanna eru:

  • að vekja athygli á nauðsynlegri þjónustu við börn með tal- og málhömlun
  • að fræða aðstandendur um tal- og málhömlun
  • að vinna að auknum “réttindum” barna með tal- og málhömlun
  • að hvetja til rannsókna á tal- og málhömlunum.

Hvetjum fyrirtæki og einstaklinga til að hlaupa til góðs eða heita á hlaupara sem hlaupa fyrir Málefli

Áheitasöfnun er á www.hlaupastyrkur.is. Þetta er í annað sinn sem Málefli er skráð hjá Maraþon og vonumst við að félagið fái góðar móttökur. 
Hvetjum alla til að taka þátt.

Stjórnin

Lærum og leikum með hljóðin

Námstefna um notkun Lærum og leikum með hljóðin í skólastarfi og með foreldrum verður haldin föstudaginn 23. september 2011 
frá kl.13.00 – 17.00 á Grand Hótel í Reykjavík.

Lærum og leikum með hljóðin er fjölbreytt framburðarefni eftir Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing, sem ætlað er börnum, foreldrum og 
fagfólki til að undirbúa rétta hljóðmyndun og styrkja undirbúningsfærni fyrir lestur.

laerum_og_leikum_hljo_in_1104951  

Samhljóðin í íslensku eru kynnt til sögunnar í sömu röð og barnið tileinkar sér hljóðin og þyngdarstigið eykst um leið og leikið er í skemmtilegum 
æfingum í bókum, spilum og myndbandsefni. Á námstefnunni verður lögð sérstök áhersla á að fræða um forsendur hlustunar og hljóðmyndunar 
og hvernig hægt er að laða fram á einfaldan, skipulagðan og skemmtilegan hátt hljóðmyndun og hljóðkerfisþætti sem undirbúa frekari lestrarfærni. 
Þá verða sýnd dæmi um fjölbreytilega notkun efnisins.

Spennandi dagskrá er í boði þar sem nýtt efni verður kynnt með sérstökum tilboðum. Dagskrá námstefnunnar . 

Frekari upplýsingar og skráning á  laerumogleikum@gmail.com.

Áheitasöfnun – Málefli

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram 21.ágúst 2010.  Þetta er í fyrsta sinn sem hlaupið er fyrir Málefli en samtökin verða eins árs þann 16.september næstkomandi.  Þrír aðilar hlupu fyrir Málefli og söfnuðu þau samtals 47.500 krónur fyrir félagið.

Þetta voru þau Halla Sigrún Árnadóttir, Jóhanna Einarsdóttir og Þórður Grétar Kristjánsson.  Færum við þeim bestu þakkir fyrir frábæran stuðning.

Halla_marathon

 

 

 

 

 

 

Halla Sigrún Árnadóttir.

 

Thordur_marathon

 

Þórður Grétar Kristjánsson.

 

 

 

 

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon verður 21.08.2010 og þá geta hlauparar hlaupið í þágu Máleflis- hagsmunasamtaka í þágu barna og unglinga með tal og málþroskaröskun (www.malefli.is).

Markmið samtakanna eru:

  • að vekja athygli á nauðsynlegri þjónustu við börn með tal- og málhömlun.
  • að fræða aðstandendur um tal- og málhömlun.
  • að vinna að auknum “réttindum” barna með tal- og málhömlun.
  • að hvetja til rannsókna á tal- og málhömlunum.

Hvetjum fyrirtæki og einstaklinga til að hlaupa til góðs eða heita á hlaupara sem hlaupa fyrir Málefli. 

Áheitasöfnun er á www.hlaupastyrkur.is. Þetta er í fyrsta sinn sem Málefli er skráð hjá Maraþon og vonumst við að félagið fái góðar móttökur. Hvetjum alla til að taka þátt.

Stjórnin

Málþroski er undirstaða náms

Málörvunarkerfið „Tölum saman“ e. Bjartey Sigurðardóttir og Ásthildi Bj. Snorradóttir

Málþroski er undirstaða náms
Margar rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna fylgni málþroska við námsárangur,“ segir Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur og annar höfunda að nýju málörvunarkerfi, „Tölum saman“, ætlað börnum með málþroskafrávik og tvítyngdum börnum. Höfundarnir þær Ásthildur og Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingur og sérkennari við Setbergsskóla, byggja á áratuga reynslu af vinnu með málörvun í leik- og grunnskólum. „Það sem skiptir máli er að grípa inn í málþroska barnanna sem fyrst ef eitthvað er að,“ segir Ásthildur. „Snemmtæk íhlutun, er hugtakta mikið og þýðir hreinlega að byrja nógu snemma.“ Bjartey segir einkennin augljós allt frá því börnin eru nokkurra mánaða gömul. „Svo sem ef þau halda ekki augnsambandi og fylgja hlutum eftir með augunum, fara ekki að leika sér með hljóð eða eru sein til máls,“ segir hún.

Halda áfram að lesa: Málþroski er undirstaða náms