Aðalfundur Máleflis 2014

Aðalfundur Máleflis verður haldinn miðvikudaginn 26. mars kl. 19:30

í fundarsal Öryrkjabandalags Íslands, Hátúni 10, Reykjavík

 Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Kaffihlé – léttar veitingar í boði félagsins
  • Kynningar    

                Myndmál, myndrænt orðasafn fyrir börn

                Ragnhildur Gunnarsdóttir sérkennslustjóri

                Paxel123.com

                Anna Margrét Ólafsdóttir leikskólastjóri

                Bækurnar um MiMi

                Hanna Kristín Skaftadóttir móðir barns með málhömlun og útgefandi

Allir hjartanlega velkomnir –  nýtið gott tækifæri til að fræðast um og kynnast starfi Máleflis.

 

 

Fjölmiðlar

Föstudaginn 18. október 2013 var fjallað um málefni barna með málþroskafrávik í fréttum stöðvar 2. Þar var talað við Þóru Sæunni Úlfsdóttir talmeinafræðing sem sagði frá því að í skýrslu sem unninn var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið á síðastliðnu ári kom fram að foreldrar vilja fá talkennslu inn í skólanna.  

Hér má horfa á fréttina: Staða barna með málþroskaraskanir: „Tjáskipti eru mannréttindi“  : http://visir.is/stada-barna-med-malthroskaraskanir—tjaskipti-eru-mannrettindi-/article/2013131018882

 

Félagsgjöld 2013

Kæru félagsmenn í Málefli.

Þið hafið nú fengið send félagsgjöld Máleflis fyrir árið 2013. Félagsgjöldin eru óbreytt frá því í fyrra (reyndar frá upphafi) 1500 kr.  Félagsgjöldin fóru inn í heimabanka ykkar sem valkvæð greiðsla. Við biðjum ykkur að greiða þau sem fyrst.

Stjórnin.

Starfshópur endurskoðar málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun

Þann 24. janúar sl. var mennta- og menningarmálaráðherra falið að endurskoða málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun. Í framhaldi skipaði ráðherra starfshóp sem í sitja Ragnheiður Bóasdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Þór G. Þórarinsson frá velferðarráðuneytinu og Svandís Ingimundardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ragnheiður er formaður hópsins og Hrönn Pétursdóttir ráðgjafi er verkefnastjóri.

Endurskoðunin á að leiða til markvissrar aðgerðaáætlunar og á að byggja á skýrslu um stöðu barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun sem unnin var árið 2012 af Rannsóknarstofu um þroska, mál og læsi (sjá undir flipanum Fræðsla/Rannsóknir og skýrslur). Starfshópurinn ráðgerir að skila inn tillögum í apríl 2014.

Starfshópurinn hefur haft samband við á fjórða tug hagsmunaaðila, þar á meðal er Málefli.

 

 

Fundur Máleflis og HTÍ

Á síðasta degi októbermánaðar 2013 átti stjórn Máleflis fund við tvo starfsmenn Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Það voru þau Kristján Sverrisson forstjóri og Þóra Másdóttir á Talmeinasviði sem sátu fundinn fyrir hönd HTÍ. Fundurinn var haldinn af frumkvæði Kristjáns sem vildi kynna sér starfssemi hagsmunasamtaka sem tengdust störfum HTÍ.  Eftir fundinn er ljóst að HTÍ og Málefli geta tekið upp samstarf, t.d. hvað varðar efni á heimasíðum beggja aðila, gerð kynningarbæklinga og fræðslu til foreldra og fagstétta sem sinna börnum og ungmennum með tal- og málþroskaraskanir.  Já, sameiginlegir fletir eru vissulega til staðar en tíminn verður að leiða í ljós hvort af samstarfi verði.

 

 

Staða barna með málþroskaraskanir: „Tjáskipti eru mannréttindi“

Föstudaginn 18. október var fjallað um málefni barna með málþroskafrávik í fréttum Stöðvar 2. Þar var talað við Þóru Sæunni Úlfsdóttir talmeinafræðing, sem sagði frá því að í skýrslu sem unnin var fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið á síðastliðnu ári kom fram að foreldrar vilja fá talkennslu inn í skólanna.

Hér má lesa um og horfa á fréttina: http://visir.is/stada-barna-med-malthroskaraskanir—tjaskipti-eru-mannrettindi-/article/2013131018882

 

 

Dagur Máleflis

Dagur Máleflis laugardaginn 7. september 2013 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Ágætu félagsmenn

Dagur Máleflis verður að þessu sinni helgaður fjölskyldunni. Málefli hvetur félagsmenn og fjölskyldur þeirra til að taka daginn snemma og að hittast í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl. 11. Félagsmenn fá 10% afslátt af aðgangseyri en 50% afsláttur er af dagpössum þennan dag. Málefli býður upp á ratleik og grillaðar pylsur og svala í hádeginu.

Auk hefðbundinnar dagskrár Fjölskyldu- og húsdýragarðsins þennan dag er uppskeruhátíð býbænda, sultukynning Kvenfélagasambands Íslands og Íslandsmót í Hálandaleikum.

Fjölmennum!

Stjórn Máleflis

Es. Við mælum okkur mót rétt innan við hliðið.

Aðalfundur

Aðalfundarboð Máleflis.

Aðalfundur Máleflis verður haldinn fimmtudaginn 13. desember 2012 kl. 20 að Bolholti 6, 105 Reykjavík (Talþjálfun Reykjavíkur).

Dagskrá:

a) Kosning fundarstjóra.
b) Kosning fundarritara.
c) Skýrsla stjórnar, flutt af formanni.
d) Gjaldkeri leggur fram skriflega endurskoðaða reikninga félagsins.
e) Skýrsla vinnuhópa
f) Kosning stjórnar.
h) Kosinn skoðunarmaður/menn reikninga.
i) Árgjald ákveðið. Foreldrar greiði eitt árgjald.
í)  Lagabreytingar.
1)       Tillaga að breytingu 5. greinar laga félagsins (sjá viðhengi) 

j)  Önnur mál.

Verið velkomin.  Kaffi á könnunni og léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur.