Foreldravefurinn hjá Reykjavíkurborg

Á vefsíðu Reykjavíkurborgar er að finna síðu sem kallast Foreldravefurinn. Þar inni er hægt að finna mikið magn af upplýsingum fyrir foreldra sem snúa að dagforeldrum, leikskóla, grunnskóla, frístundastarf og heilsu og næringu. Einnig er hægt að lesa sér til um málörvun og lesskilning barna.  Þar eru settar fram ýmsar leiðir fyrir foreldra til að hjálpa börnum sínum í að örva málið og læra að lesa.

Við hjá Málefli fögnum því að það sé hægt að leita sér að hnitmiðuðum upplýsingum á einum og sama staðnum og hvetjum við því flesta foreldra til að kíkja á síðuna HÉR og skoða hvað hún hefur upp á að bjóða.