Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon verður 21.08.2010 og þá geta hlauparar hlaupið í þágu Máleflis- hagsmunasamtaka í þágu barna og unglinga með tal og málþroskaröskun (www.malefli.is).

Markmið samtakanna eru:

  • að vekja athygli á nauðsynlegri þjónustu við börn með tal- og málhömlun.
  • að fræða aðstandendur um tal- og málhömlun.
  • að vinna að auknum “réttindum” barna með tal- og málhömlun.
  • að hvetja til rannsókna á tal- og málhömlunum.

Hvetjum fyrirtæki og einstaklinga til að hlaupa til góðs eða heita á hlaupara sem hlaupa fyrir Málefli. 

Áheitasöfnun er á www.hlaupastyrkur.is. Þetta er í fyrsta sinn sem Málefli er skráð hjá Maraþon og vonumst við að félagið fái góðar móttökur. Hvetjum alla til að taka þátt.

Stjórnin