Aðalfundarboð Máleflis 2019

Stjórn Máleflis boðar til aðalfundar þriðjudaginn 26. mars 2019 kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn á Grand hóteli og mun standa til kl. 22:00.

Óskað er eftir framboðum stil stjórnar félagsins. Tekið er við framboðum allt til kosningar stjórnar á aðalfundi.

Allar nánari upplýsingar í auglýsingu.

Aðalfundarboð Máleflis 2019

Stjórn Máleflis starfsárið 2018-2019

Þann 11. apríl 2018 var aðalfundur Máleflis haldinn. Fjóla Heiðdal fyrrum formaður lét af störfum og þökkum við henni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Hanna Kristín Skaftadóttir var kosin formaður á fundinum.

Elín Þöll talmeinafræðingur hélt fræðsluerindi um tal- og málþroskaraskanir, horfur og árangursríkar íhlutunaraðferðir.

Stjórn Máleflis:
Hanna Kristín Skaptadóttir, formaður
Þóra Sæunn Úlfsdóttir, gjaldkeri
Katrín Hilmarsdóttir, fundarritari
Áslaug Hreiðarsdóttir
Elín Sigríður Ármannsdóttir
Bryndís Krogh Gísladóttir

Mimi Creations hélt námskeið á Hellu og Hvolsvelli í boði Máleflis.

Dagana 15, 22. og 23. Mars 2018 hélt Hanna Kristín Skaptadóttir skapari Mimi Creations námskeið fyrir foreldra á Hvolsvelli. 

Einnig hélt hún námskeið á leikskólanum Hellukoti, Hellu á svipuðum tíma.

Markmið námskeiðsins var að fjalla almennt um þroska- og tungumálafræði út frá þeim rannsóknum sem nú þegar eru til staðar ásamt því að kynna aðferðafræði til að efla máltöku yngstu barnanna fyrir skólagöngu. Sérstaklega var horft til og farið yfir Tákn með Tali. Tæki og tól  sem foreldrar og umönnunaraðilar geta nýtt sér til að aðstoða börn sín voru kynnt. 

Rúmlega 20 manns sóttu þessi námskeið .

Frekari upplýsingar um námskeiðið, Mimi Crations og Tákn með tali er hægt að fá hjá Hönnu Kristínu Skapadóttur.

Fræðsluerindi fyrir foreldra um málörvun barna á leikskólaaldri

Álfhildur Þorsteinsdóttir talmeinafræðingur hjá Skólaþjónustu Árnesþings ætlar að halda fræðsluerindi fyrir foreldra, 3 maí kl 19:30-21:30.

Erindið kallar hún Málörvun leikskólabarna og mun hún fjalla um málþroska, lestur og málörvun leikskólabarna.

Erindið verður haldið í leikskólanum Undralandi í Hveragerði.

Námskeiðið  er styrkt af Málefli.

Skráning hjá Álfhildi í netfangið,  alfhildur@arnesthing.is

Málörvun leikskólabarna auglýsing

Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

Laugardaginn 17.3.2018 bauð Málefli upp á fyrirlestur um fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

Hlín Magnúsdóttir Narðvík, sérkennari í Norðlingaskóla, fjallaði um fjölbreyttar aðferðir við að kenna börnum orðaforða og hljóðkerfisvitund.

Fræðslan var haldin í Bolholti 6, 2 hæð. Húsnæði Talþjálfunar Reykjavíkur.

Fundurinn var vel sóttur og voru fundarmenn mjög ánægðir með fræðslu Hlínar.

 

Meðfylgjandi eru glærur Hlínar sem hún notaði í fræðslunni. 2018.03.17fjolbreyttar_kennsluadferdir_Hlin_Magnusdottir[layerslider id=“3″].

Aðalfundur 2017

malefli_merki1

 

 

 

Aðalfundur Máleflis verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl kl 20:00.

Staðsetning: Kelduskóli við Korpu

Dagskrá:

1. Hefðbundin fundarstörf

2. Fyrirlestur frá Vöndu Sigurgerisdóttur, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, um einelti og jákvæð samskipti.

Frábært tækifæri til að mæta og kynnast störfum félagsins betur og fræðast um það sem er á döfinni. Við hvetjum foreldra jafnt sem aðra aðstandendur til að mæta.

Léttar veitingar í boði.

 

Foreldranámskeið talmeinafræðinga á Suðurlandi.

Laugardaginn 30. maí sl. héldu talmeinafræðingar á Suðurlandi (Anna Stefanía Vignisdóttir, Álfhildur Þorsteinsdóttir, Hólmfríður Árnadóttir, Sigríður Arndís Þórðardóttir og Þóra Sæunn Úlfsdóttir) námskeið fyrir foreldra barna með málþroskaröskun. Námskeiðið var haldið í Vallaskóla og styrkt af skólaþjónustu Árborgar og Málefli, hagsmunasamtökum barna með málþroskaraskanir. Fjallað var um eftirfarandi atriði: – Hvað er málþroskaröskun? – Hvað geta foreldrar gert til að örva málþroska barna sinna? – Mikilvægi lesturs og hljóðkerfisvitundar. Eftir námskeiðið var tími fyrir spjall og komu talmeinafræðingar með þjálfunargögn, spil, bækur o.fl. sem foreldrar gátu skoðað og lært hvernig nota má efnið með börnunum. Almenn ánægja var með námskeiðið hjá þátttakendum og er það liður í eflingu foreldrafræðslu á svæðinu.

Tekið af síðu sveitarfélags Árborgar.

Hvað fékkstu á prófinu?

Málefli var boðið að taka þátt í málþingi um skólamál þann 8. september 2014 og héldu þær Þóra Sæunn talmeinafræðingur og Fjóla Heiðdal foreldri fyrirlestur um börn með málþrosakaraskanir innan skólakerfisins. Þetta var einkar góður vettvangur til að koma á framfæri hvað talmeinafræðingar eru góð tól til þess að hjálpa þessum börnum og einnig að koma á framfæri hvað það er sem foreldrar krefjast af skólakerfinu fyrir börnin sín. Fyrirlesturinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

 

Málþing Thora from Samband islenskra sveitarfelag on Vimeo.

Fyrsta námskeiðið Mál er Máttur á vegum Máleflis heppnaðist vel

Þann 25.október síðastliðinn var haldið fyrsta námskeiðið á vegum Máleflis, „Mál er Máttur“ til eflingar foreldrum barna með málþroskaraskanir.  Sjá má auglýsinguna hér.  Breyta þurfti staðsetningu vegna mikillar aðsóknar og námskeiðið var haldið í Norðlingaskóla í Norðlingaholti.  Kynning á spilum og leikjum var einnig efld til muna og sett var upp eftirfarandi fræðsluhringekja fyrir foreldra í síðasta hluta námskeiðsins:

  1. Þóra Sæunn Úlfsdóttir og Tinna Sigurðardóttir talmeinafræðingar kynntu ýmis spil sem þær nota í talþjálfun barna.
  2. Spilavinir kynntu spil sem henta við málörvun barna.
  3. Anna Margrét Ólafsdóttir frá paxel123.com kynnti samnefndan verðlauna vef.

Það komust færri að en vildu og þótti námskeiðið hafa heppnast mjög vel.  Sjá má hér heildarniðurstöðu könnunar sem sýnir okkur heildarmat þeirra foreldra sem sátu námskeiðið.

malermattur

Námskeiðið heppnaðist mjög vel að mati Máleflis og foreldra en alltaf má gera betur og munum við hafa það að leiðarljósi fyrir næsta námskeið. Málefli var t.d. ljóst að gera þyrfti ráð fyrir tíma þar sem foreldrar gætu deilt sinni reynslu, fengið ráðleggingar frá öðrum foreldrum og fagfólki námskeiðsins.  Stefnan er einnig sett á að reyna komast á móts við fólks á landsbyggðinni með einum eða öðrum hætti.  Látum hér fylgja nokkrar myndir frá námskeiðinu.

agust2014-205 agust2014-207 agust2014-212 agust2014-214  agust2014-215agust2014-224 agust2014-227