Fræðsluerindi fyrir foreldra um málörvun barna á leikskólaaldri

Álfhildur Þorsteinsdóttir talmeinafræðingur hjá Skólaþjónustu Árnesþings ætlar að halda fræðsluerindi fyrir foreldra, 3 maí kl 19:30-21:30.

Erindið kallar hún Málörvun leikskólabarna og mun hún fjalla um málþroska, lestur og málörvun leikskólabarna.

Erindið verður haldið í leikskólanum Undralandi í Hveragerði.

Námskeiðið  er styrkt af Málefli.

Skráning hjá Álfhildi í netfangið,  alfhildur@arnesthing.is

Málörvun leikskólabarna auglýsing

Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

Laugardaginn 17.3.2018 bauð Málefli upp á fyrirlestur um fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

Hlín Magnúsdóttir Narðvík, sérkennari í Norðlingaskóla, fjallaði um fjölbreyttar aðferðir við að kenna börnum orðaforða og hljóðkerfisvitund.

Fræðslan var haldin í Bolholti 6, 2 hæð. Húsnæði Talþjálfunar Reykjavíkur.

Fundurinn var vel sóttur og voru fundarmenn mjög ánægðir með fræðslu Hlínar.

 

Meðfylgjandi eru glærur Hlínar sem hún notaði í fræðslunni. 2018.03.17fjolbreyttar_kennsluadferdir_Hlin_Magnusdottir[layerslider id=“3″].