Málþroski og læsi

Málþroski og læsi

Hrafnhildur Ragnarsdóttir fæddist í Reykjavík 1948. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968. Árið 1973 útskrifaðist hún með Licence-des-lettres frá Háskólanum í Aix en Provence. Árið 1974 með Matrice de psychologie, og doktorsgráðu frá sömu stofnun 1990. Hrafnhildur hefur starfað við Kennaraháskóla Íslands frá 1976, sem lektor, dósent og loks frá 1990 sem prófessor. Hrafnhildur er gift Pétri Gunnarssyni rithöfundi og eiga þau tvo syni og eitt barnabarn.Í dag, miðvikudag, heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor við KHÍ, fyrirlestur um máltöku og læsi í Kennaraháskólanum.

Halda áfram að lesa: Málþroski og læsi

Sértæk málþroskaröskun

Málefli, hagsmunasamtök í þágu barna og unglinga með tal- og málþroskafrávik var stofnað 16.september 2009. Á hverju hausti byrja um 4000 sex ára börn í grunnskólum landsins. Á sama tíma hefja um 300 börn skólagöngu með erfiðleika við að nota mál og tal, ef hægt er að nota erlendar viðmiðunartölur (Tomblin, Smith, & Zhang, 1997). Sum barnanna eiga erfitt með að skilja mælt mál, önnur eiga erfitt með að tjá sig og sum þeirra eiga erfitt með hvorutveggja, að skilja mælt má og að tjá sig.

Halda áfram að lesa: Sértæk málþroskaröskun

Reynslusaga foreldra 13 ára drengs með málþroskaröskun

Sonur okkar fæddist 1.mars 1997 og er hann annað barn okkar hjóna. Frá fyrsta degi var hann mjög rólegur og það var ekkert fyrir honum haft.
Hann byrjaði í leikskóla 2 ja ára og upp úr því vöknuðu fyrstu grunsemdir um að eitthvað væri að. Hann tjáði sig með bendingum og „hummi“ . Í leik fékk hann hlutverk þar sem hann þurfti ekki að tjá sig, eins og að vera veika amman eða hundurinn. Í kjölfarið fór hann í greiningu á barnaspítalanum og fékk greininguna; Málhömlun og misþroska.

Halda áfram að lesa: Reynslusaga foreldra 13 ára drengs með málþroskaröskun

Reynslusaga af sérdeild og almennum bekk

Komið þið sæl.

Mig langar að deila með ykkur reynslu sonar minns á því að vera í sérdeild og í almennum bekk.

Óskar Freyr er 15 ára drengur sem er greindur með alvarlega málþroskaröskun. Skólaganga hans hófst mjög brösulega þar sem kennarar hans viðurkenndu ekki vandann. Í dag gengur allt mjög vel og skólinn stendur sig afbragðs vel í að koma á móts við hans námsvanda sem fylgir hans röskun.

Í 1. – 7. bekk var hann í almennum bekk, en þá var ákveðið að hann færi í sérdeild skólans, í bóklega kennslu, því honum leið mjög illa inn í bekk. Hann fylgdi sínum bekk áfram í öllu verklegu. Mjög fljótlega fór ég að sjá mun á honum. Honum leið betur, grét sjaldnar og var ekki eins áhyggjufullur og áður.

Halda áfram að lesa: Reynslusaga af sérdeild og almennum bekk