Entries by malefli

Stjórn Máleflis starfsárið 2019-2020

Aðalfundur Máleflis var haldinn 26. mars 2019 í sal á Grand hóteli frá 20 – 22. Þóra Sæunn Úlfsdóttir lét af störfum sem gjaldkeri, Katrín Hilmarsdóttir og Bryndís Krogh Gísladóttir og þökkum við þeim fyrir framlag þeirra til félagsins. Álfhildur Þorsteinsdóttir talmeinafræðingur hélt fyrirlestur um Hagnýtar leiðir og hugmyndir fyrir foreldra barna með málþroskafrávik. Gestum […]

Aðalfundarboð Máleflis 2019

Stjórn Máleflis boðar til aðalfundar þriðjudaginn 26. mars 2019 kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn á Grand hóteli og mun standa til kl. 22:00. Óskað er eftir framboðum stil stjórnar félagsins. Tekið er við framboðum allt til kosningar stjórnar á aðalfundi. Allar nánari upplýsingar í auglýsingu.

Best fyrir börnin, hvernig má styðja við læsi heima

Í vor hélt Háskóli Íslands fyrirlestraröð sem bar yfirskriftina Best fyrir börnin. Einn fyrirlesturinn fjallaði um hvernig hægt er að styðja við læsi heima. Hér fyrir neðan er slóð á fyrirlesturinn. https://www.hi.is/vidburdir/best_fyrir_bornin_hvernig_ma_stydja_vid_laesi_heima

Stjórn Máleflis starfsárið 2018-2019

Þann 11. apríl 2018 var aðalfundur Máleflis haldinn. Fjóla Heiðdal fyrrum formaður lét af störfum og þökkum við henni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Hanna Kristín Skaftadóttir var kosin formaður á fundinum. Elín Þöll talmeinafræðingur hélt fræðsluerindi um tal- og málþroskaraskanir, horfur og árangursríkar íhlutunaraðferðir. Stjórn Máleflis: Hanna Kristín Skaptadóttir, formaður Þóra Sæunn […]

Mimi Creations hélt námskeið á Hellu og Hvolsvelli í boði Máleflis.

Dagana 15, 22. og 23. Mars 2018 hélt Hanna Kristín Skaptadóttir skapari Mimi Creations námskeið fyrir foreldra á Hvolsvelli.  Einnig hélt hún námskeið á leikskólanum Hellukoti, Hellu á svipuðum tíma. Markmið námskeiðsins var að fjalla almennt um þroska- og tungumálafræði út frá þeim rannsóknum sem nú þegar eru til staðar ásamt því að kynna aðferðafræði til […]

Fræðsluerindi fyrir foreldra um málörvun barna á leikskólaaldri

Álfhildur Þorsteinsdóttir talmeinafræðingur hjá Skólaþjónustu Árnesþings ætlar að halda fræðsluerindi fyrir foreldra, 3 maí kl 19:30-21:30. Erindið kallar hún Málörvun leikskólabarna og mun hún fjalla um málþroska, lestur og málörvun leikskólabarna. Erindið verður haldið í leikskólanum Undralandi í Hveragerði. Námskeiðið  er styrkt af Málefli. Skráning hjá Álfhildi í netfangið,  alfhildur@arnesthing.is Málörvun leikskólabarna auglýsing

Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

Laugardaginn 17.3.2018 bauð Málefli upp á fyrirlestur um fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka. Hlín Magnúsdóttir Narðvík, sérkennari í Norðlingaskóla, fjallaði um fjölbreyttar aðferðir við að kenna börnum orðaforða og hljóðkerfisvitund. Fræðslan var haldin í Bolholti 6, 2 hæð. Húsnæði Talþjálfunar Reykjavíkur. Fundurinn var vel sóttur og voru fundarmenn mjög ánægðir með fræðslu Hlínar.   Meðfylgjandi eru […]

Algengustu erfiðleikar æskunnar sem þú hefur líklega aldrei heyrt um.

22. september, alþjóðlegur dagur til að vekja athygli á málþroskaröskunum Pistill eftir Amöndu Owen Van Horne, úr háskólanum í Delaware Vissir þú að … …það er 2,5 sinnum líklegra að breskar stúlkur með málþroskaröskun hafi verið misnotaðar kynferðislega en jafnöldrur? Er ástæða til að ætla að þetta sé öðruvísi á Íslandi? …að um helmingur ungmenna […]

Aðalfundur 2017

      Aðalfundur Máleflis verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl kl 20:00. Staðsetning: Kelduskóli við Korpu Dagskrá: 1. Hefðbundin fundarstörf 2. Fyrirlestur frá Vöndu Sigurgerisdóttur, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, um einelti og jákvæð samskipti. Frábært tækifæri til að mæta og kynnast störfum félagsins betur og fræðast um það sem er á […]

Reynslusaga móður sem á dreng með sértæka málþroskaröskun

Ég varð móðir í annað sinn 31 árs. Meðgangan gekk vel og það er varla hægt að tala um fæðinguna því hún gekk eins og í ýktri lygasögu. Drengurinn var vær og óx og dafnaði. Hann var reyndar framan af ævi ansi oft með kvef en að sögn lækna og hjúkrunarkvenna í ungbarnaeftirlitinu var ekkert […]