Entries by malefli

Aðalfundarboð Máleflis 2019

Stjórn Máleflis boðar til aðalfundar þriðjudaginn 26. mars 2019 kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn á Grand hóteli og mun standa til kl. 22:00. Óskað er eftir framboðum stil stjórnar félagsins. Tekið er við framboðum allt til kosningar stjórnar á aðalfundi. Allar nánari upplýsingar í auglýsingu.

Best fyrir börnin, hvernig má styðja við læsi heima

Í vor hélt Háskóli Íslands fyrirlestraröð sem bar yfirskriftina Best fyrir börnin. Einn fyrirlesturinn fjallaði um hvernig hægt er að styðja við læsi heima. Hér fyrir neðan er slóð á fyrirlesturinn. https://www.hi.is/vidburdir/best_fyrir_bornin_hvernig_ma_stydja_vid_laesi_heima

Stjórn Máleflis starfsárið 2018-2019

Þann 11. apríl 2018 var aðalfundur Máleflis haldinn. Fjóla Heiðdal fyrrum formaður lét af störfum og þökkum við henni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Hanna Kristín Skaftadóttir var kosin formaður á fundinum. Elín Þöll talmeinafræðingur hélt fræðsluerindi um tal- og málþroskaraskanir, horfur og árangursríkar íhlutunaraðferðir. Stjórn Máleflis: Hanna Kristín Skaptadóttir, formaður Þóra Sæunn […]

Mimi Creations hélt námskeið á Hellu og Hvolsvelli í boði Máleflis.

Dagana 15, 22. og 23. Mars 2018 hélt Hanna Kristín Skaptadóttir skapari Mimi Creations námskeið fyrir foreldra á Hvolsvelli.  Einnig hélt hún námskeið á leikskólanum Hellukoti, Hellu á svipuðum tíma. Markmið námskeiðsins var að fjalla almennt um þroska- og tungumálafræði út frá þeim rannsóknum sem nú þegar eru til staðar ásamt því að kynna aðferðafræði til […]

Fræðsluerindi fyrir foreldra um málörvun barna á leikskólaaldri

Álfhildur Þorsteinsdóttir talmeinafræðingur hjá Skólaþjónustu Árnesþings ætlar að halda fræðsluerindi fyrir foreldra, 3 maí kl 19:30-21:30. Erindið kallar hún Málörvun leikskólabarna og mun hún fjalla um málþroska, lestur og málörvun leikskólabarna. Erindið verður haldið í leikskólanum Undralandi í Hveragerði. Námskeiðið  er styrkt af Málefli. Skráning hjá Álfhildi í netfangið,  alfhildur@arnesthing.is Málörvun leikskólabarna auglýsing

Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

Laugardaginn 17.3.2018 bauð Málefli upp á fyrirlestur um fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka. Hlín Magnúsdóttir Narðvík, sérkennari í Norðlingaskóla, fjallaði um fjölbreyttar aðferðir við að kenna börnum orðaforða og hljóðkerfisvitund. Fræðslan var haldin í Bolholti 6, 2 hæð. Húsnæði Talþjálfunar Reykjavíkur. Fundurinn var vel sóttur og voru fundarmenn mjög ánægðir með fræðslu Hlínar.   Meðfylgjandi eru […]

Algengustu erfiðleikar æskunnar sem þú hefur líklega aldrei heyrt um.

22. september, alþjóðlegur dagur til að vekja athygli á málþroskaröskunum Pistill eftir Amöndu Owen Van Horne, úr háskólanum í Delaware Vissir þú að … …það er 2,5 sinnum líklegra að breskar stúlkur með málþroskaröskun hafi verið misnotaðar kynferðislega en jafnöldrur? Er ástæða til að ætla að þetta sé öðruvísi á Íslandi? …að um helmingur ungmenna […]

Aðalfundur 2017

      Aðalfundur Máleflis verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl kl 20:00. Staðsetning: Kelduskóli við Korpu Dagskrá: 1. Hefðbundin fundarstörf 2. Fyrirlestur frá Vöndu Sigurgerisdóttur, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, um einelti og jákvæð samskipti. Frábært tækifæri til að mæta og kynnast störfum félagsins betur og fræðast um það sem er á […]

Reynslusaga móður sem á dreng með sértæka málþroskaröskun

Ég varð móðir í annað sinn 31 árs. Meðgangan gekk vel og það er varla hægt að tala um fæðinguna því hún gekk eins og í ýktri lygasögu. Drengurinn var vær og óx og dafnaði. Hann var reyndar framan af ævi ansi oft með kvef en að sögn lækna og hjúkrunarkvenna í ungbarnaeftirlitinu var ekkert […]

Foreldranámskeið talmeinafræðinga á Suðurlandi.

Laugardaginn 30. maí sl. héldu talmeinafræðingar á Suðurlandi (Anna Stefanía Vignisdóttir, Álfhildur Þorsteinsdóttir, Hólmfríður Árnadóttir, Sigríður Arndís Þórðardóttir og Þóra Sæunn Úlfsdóttir) námskeið fyrir foreldra barna með málþroskaröskun. Námskeiðið var haldið í Vallaskóla og styrkt af skólaþjónustu Árborgar og Málefli, hagsmunasamtökum barna með málþroskaraskanir. Fjallað var um eftirfarandi atriði: – Hvað er málþroskaröskun? – Hvað […]