Entries by malefli

Algengustu erfiðleikar æskunnar sem þú hefur líklega aldrei heyrt um.

22. september, alþjóðlegur dagur til að vekja athygli á málþroskaröskunum Pistill eftir Amöndu Owen Van Horne, úr háskólanum í Delaware Vissir þú að … …það er 2,5 sinnum líklegra að breskar stúlkur með málþroskaröskun hafi verið misnotaðar kynferðislega en jafnöldrur? Er ástæða til að ætla að þetta sé öðruvísi á Íslandi? …að um helmingur ungmenna […]

Aðalfundur 2017

      Aðalfundur Máleflis verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl kl 20:00. Staðsetning: Kelduskóli við Korpu Dagskrá: 1. Hefðbundin fundarstörf 2. Fyrirlestur frá Vöndu Sigurgerisdóttur, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, um einelti og jákvæð samskipti. Frábært tækifæri til að mæta og kynnast störfum félagsins betur og fræðast um það sem er á […]

Reynslusaga móður sem á dreng með sértæka málþroskaröskun

Ég varð móðir í annað sinn 31 árs. Meðgangan gekk vel og það er varla hægt að tala um fæðinguna því hún gekk eins og í ýktri lygasögu. Drengurinn var vær og óx og dafnaði. Hann var reyndar framan af ævi ansi oft með kvef en að sögn lækna og hjúkrunarkvenna í ungbarnaeftirlitinu var ekkert […]

Foreldranámskeið talmeinafræðinga á Suðurlandi.

Laugardaginn 30. maí sl. héldu talmeinafræðingar á Suðurlandi (Anna Stefanía Vignisdóttir, Álfhildur Þorsteinsdóttir, Hólmfríður Árnadóttir, Sigríður Arndís Þórðardóttir og Þóra Sæunn Úlfsdóttir) námskeið fyrir foreldra barna með málþroskaröskun. Námskeiðið var haldið í Vallaskóla og styrkt af skólaþjónustu Árborgar og Málefli, hagsmunasamtökum barna með málþroskaraskanir. Fjallað var um eftirfarandi atriði: – Hvað er málþroskaröskun? – Hvað […]

Foreldravefurinn hjá Reykjavíkurborg

Á vefsíðu Reykjavíkurborgar er að finna síðu sem kallast Foreldravefurinn. Þar inni er hægt að finna mikið magn af upplýsingum fyrir foreldra sem snúa að dagforeldrum, leikskóla, grunnskóla, frístundastarf og heilsu og næringu. Einnig er hægt að lesa sér til um málörvun og lesskilning barna.  Þar eru settar fram ýmsar leiðir fyrir foreldra til að […]

Aðalfundur Máleflis

Aðalfundur Máleflis verður haldinn mánudaginn 27. apríl kl. 19:30. Staðsetning : Dunhagi 7, 107 Reykjavík – Endurmenntun Háskóla Íslands. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kynningar : Leikum og lærum með hljóðin – app – Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur Sjö spilastokkar – þjálfun hljóðkerfisvitundar – Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur Að vera velferðarvörður barns með málþroskaröskun – Jóhanna Guðjónsdóttir móðir barns með málþroskaröskun og sérkennari […]

Hvað fékkstu á prófinu?

Málefli var boðið að taka þátt í málþingi um skólamál þann 8. september 2014 og héldu þær Þóra Sæunn talmeinafræðingur og Fjóla Heiðdal foreldri fyrirlestur um börn með málþrosakaraskanir innan skólakerfisins. Þetta var einkar góður vettvangur til að koma á framfæri hvað talmeinafræðingar eru góð tól til þess að hjálpa þessum börnum og einnig að […]

Kaffihúsahittingur foreldra

Á síðasta foreldranámskeiði fundum við fyrir því hvað foreldrar og aðstandendur innan félagsins þurfa svigrúm og vettvang til að ræða saman um það sem þau eiga sameiginlegt. Að eiga barn eða ungmenni með tal eða málþroskaröskun. Þessvegna langar okkur að halda kaffihúsakvöld þar sem þið eruð velkomin að koma í þægilega stemningu og spjalla saman […]

Áskorun ÖBÍ til stjórnvalda

Í undirskriftarsöfnun ÖBÍ er skorað á stjórnvöld að lögleiða nú þegar samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við hjá Málefli hvetjum alla til að skora á stjórnvöld. Hér má skrifa undir áskorunina Sjá einnig nánari kynningu í myndbandi frá ÖBÍ hér að neðan.

Fyrsta námskeiðið Mál er Máttur á vegum Máleflis heppnaðist vel

Þann 25.október síðastliðinn var haldið fyrsta námskeiðið á vegum Máleflis, „Mál er Máttur“ til eflingar foreldrum barna með málþroskaraskanir.  Sjá má auglýsinguna hér.  Breyta þurfti staðsetningu vegna mikillar aðsóknar og námskeiðið var haldið í Norðlingaskóla í Norðlingaholti.  Kynning á spilum og leikjum var einnig efld til muna og sett var upp eftirfarandi fræðsluhringekja fyrir foreldra í síðasta […]