Mimi Creations hélt námskeið á Hellu og Hvolsvelli í boði Máleflis.

Dagana 15, 22. og 23. Mars 2018 hélt Hanna Kristín Skaptadóttir skapari Mimi Creations námskeið fyrir foreldra á Hvolsvelli. 

Einnig hélt hún námskeið á leikskólanum Hellukoti, Hellu á svipuðum tíma.

Markmið námskeiðsins var að fjalla almennt um þroska- og tungumálafræði út frá þeim rannsóknum sem nú þegar eru til staðar ásamt því að kynna aðferðafræði til að efla máltöku yngstu barnanna fyrir skólagöngu. Sérstaklega var horft til og farið yfir Tákn með Tali. Tæki og tól  sem foreldrar og umönnunaraðilar geta nýtt sér til að aðstoða börn sín voru kynnt. 

Rúmlega 20 manns sóttu þessi námskeið .

Frekari upplýsingar um námskeiðið, Mimi Crations og Tákn með tali er hægt að fá hjá Hönnu Kristínu Skapadóttur.