Algengustu erfiðleikar æskunnar sem þú hefur líklega aldrei heyrt um.

22. september, alþjóðlegur dagur til að vekja athygli á málþroskaröskunum

Pistill eftir Amöndu Owen Van Horne, úr háskólanum í Delaware

Vissir þú að …

það er 2,5 sinnum líklegra að breskar stúlkur með málþroskaröskun hafi verið misnotaðar kynferðislega en jafnöldrur? Er ástæða til að ætla að þetta sé öðruvísi á Íslandi?

að um helmingur ungmenna sem sitja í fangelsum í Bretlandi eru með málþroskaröskun, en aðeins 1 af hverjum 4 hefur fengið greiningu? Er ástæða til að ætla að þetta sé öðruvísi á Íslandi?

að verulegar líkur eru á því að í hverjum bekk séu a.m.k. tveir nemendur með málþroskaröskun? Er ástæða til að ætla að þetta sé öðruvísi á Íslandi?

að lakari færni við að tjá sig er tengd lakari útkomu á lokaprófum í grunnskólum og menntaskólum. EINNIG eru auknar líkur á hegðunarvanda einstaklinga með málþroskaröskun, þar með talið að skrópa og að vera rekinn úr skóla? Er ástæða til að ætla að þetta sé öðruvísi á Íslandi?

að nemendur í Bretlandi sem eru með málþroskaröskun eru ólíklegri en jafnaldrar til að ganga í háskóla, að vera með bankareikning, að vera með ökuréttindi eða að vera með vinnu? Er ástæða til að ætla að þetta sé öðruvísi á Íslandi?

Ef þú vissir þetta ekki ertu ekki einn/ein.

Máþroskaröskun er vangreint vandamál, sérstaklega vegna þess að almenningur veit ekki um hana. Málþroskaröskun (Developmental Language Disorder, DLD) hefur líka verið kölluð sértæk málþroskaröskun, málþroskafrávik, málþroskaseinkun, tjáningar- og skilnings- málröskun og málhömlun. Í hinum enskumælandi heimi er verið að þrýsta á að nota eitt heiti fyrir fyrirbærið. Áherslan er á að nota hugtakið málþroskaröskun (Developmental Language Disorder, DLD). Þetta er í samræmi við skilgreiningar DSM-5. Með því að nota sama hugtakið munum við auka vitund um þennan vanda og auka getu okkar til að berjast fyrir stuðningi fyrir þau sem eru með sérstakar þarfir á sviði tals, máls og samskipta. Þú getur kynnt þér umræðu um hugtök með því að lesa þessa blogg færslu.  

Talið er að um 7% einstaklinga sé með málþroskaröskun en það er 1 af hverjum 14 einstaklingum (1/14) . Málþroskaröskun er ósýnileg röskun sem hefur langtímaafleiðingar og við sem rannsökum málþroska og málþroskaraskanir erum þau sem aðallega fræðum aðra um þennan vanda.

Föstudaginn 22 september verður alþjóðlegur baráttudagur til að auka meðvitund um málþroskaröskun. Endilega gefðu þér tíma til að kynna þér málefnið eða segðu vini frá því. Ræðið um, skrifið „statusa“ á samfélagsmiðlum eða deilið myndböndum á youtube til að hjálpa til við að auka meðvitund almennings.

Facebook

https://www.facebook.com/radld.page/ 

Twitter: #devlangdis and #DLD123

https://www.youtube.com/user/RALLIcampaign

http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/jcpp.2017.58.issue-10/issuetoc 

Amanda Owen Van Horne, PhD, CCC-SLP

Associate Professor

University of Delaware 

Þýðing: Þóra Sæunn Úlfsdóttir, talmeinafræðingur, 2017