Kaffihúsahittingur foreldra

Á síðasta foreldranámskeiði fundum við fyrir því hvað foreldrar og aðstandendur innan félagsins þurfa svigrúm og vettvang til að ræða saman um það sem þau eiga sameiginlegt. Að eiga barn eða ungmenni með tal eða málþroskaröskun. Þessvegna langar okkur að halda kaffihúsakvöld þar sem þið eruð velkomin að koma í þægilega stemningu og spjalla saman :) Frábær leið til að deila reynslusögum, leita eftir ráðum og fá að vita að maður er ekki alveg einn í þessu öllu saman :)

Við ætlum að hittast á Café Meskí í skeifunni kl 20.00 og býður Málefli upp á smá kaffi og veitingar :) Hlökkum til að sjá ykkur!