Starfshópur endurskoðar málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun

Þann 24. janúar sl. var mennta- og menningarmálaráðherra falið að endurskoða málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun. Í framhaldi skipaði ráðherra starfshóp sem í sitja Ragnheiður Bóasdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Þór G. Þórarinsson frá velferðarráðuneytinu og Svandís Ingimundardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ragnheiður er formaður hópsins og Hrönn Pétursdóttir ráðgjafi er verkefnastjóri.

Endurskoðunin á að leiða til markvissrar aðgerðaáætlunar og á að byggja á skýrslu um stöðu barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun sem unnin var árið 2012 af Rannsóknarstofu um þroska, mál og læsi (sjá undir flipanum Fræðsla/Rannsóknir og skýrslur). Starfshópurinn ráðgerir að skila inn tillögum í apríl 2014.

Starfshópurinn hefur haft samband við á fjórða tug hagsmunaaðila, þar á meðal er Málefli.