Fundur Máleflis og HTÍ

Á síðasta degi októbermánaðar 2013 átti stjórn Máleflis fund við tvo starfsmenn Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Það voru þau Kristján Sverrisson forstjóri og Þóra Másdóttir á Talmeinasviði sem sátu fundinn fyrir hönd HTÍ. Fundurinn var haldinn af frumkvæði Kristjáns sem vildi kynna sér starfssemi hagsmunasamtaka sem tengdust störfum HTÍ.  Eftir fundinn er ljóst að HTÍ og Málefli geta tekið upp samstarf, t.d. hvað varðar efni á heimasíðum beggja aðila, gerð kynningarbæklinga og fræðslu til foreldra og fagstétta sem sinna börnum og ungmennum með tal- og málþroskaraskanir.  Já, sameiginlegir fletir eru vissulega til staðar en tíminn verður að leiða í ljós hvort af samstarfi verði.