Dagur Máleflis

Dagur Máleflis laugardaginn 7. september 2013 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Ágætu félagsmenn

Dagur Máleflis verður að þessu sinni helgaður fjölskyldunni. Málefli hvetur félagsmenn og fjölskyldur þeirra til að taka daginn snemma og að hittast í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl. 11. Félagsmenn fá 10% afslátt af aðgangseyri en 50% afsláttur er af dagpössum þennan dag. Málefli býður upp á ratleik og grillaðar pylsur og svala í hádeginu.

Auk hefðbundinnar dagskrár Fjölskyldu- og húsdýragarðsins þennan dag er uppskeruhátíð býbænda, sultukynning Kvenfélagasambands Íslands og Íslandsmót í Hálandaleikum.

Fjölmennum!

Stjórn Máleflis

Es. Við mælum okkur mót rétt innan við hliðið.